logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Opnun hjá Sævari Karli

24/09/2019
Sævar Karl myndlistarmaður opnaði einkasýninguna Málverk í Listasal Mosfellsbæjar 21. september sl. Mjög góð aðsókn var á opnunina en um hundrað manns mættu og gæddu sér á freyðivíni undir ljúfum djasstónum. Á sýningunni eru ný og nýleg málverk, máluð bæði hérlendis og í Þýskalandi þar sem listamaðurinn dvelur hluta af árinu. Flestar myndirnar eru abstrakt og innblásnar af náttúrunni. Þær eru litríkar og villtar, stórar og kraftmiklar. Athygli er vakin á því að myndirnar eru til sölu. Síðasti sýningardagur er 18. október 2019.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira