logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Áfram streymir - frá opnun

05/11/2018
Mannmargt var á opnun sýningarinnar Áfram streymir í Listasal Mosfellsbæjar 27. október sl. Þar sýnir Kristín Tryggvadóttir stór blekverk, og vísar titill sýningarinnar í flæði bleksins á myndfletinum. Kristín hefur verið virk í listheiminum í áratugi og sýnt bæði hérlendis og erlendis t.d. á Ítalíu og í Bandaríkjunum. Verk Kristínar spegla gjarnan áhuga hennar á hinum óræðu og mikilfenglegu náttúruöflum, hinum smæstu og stærstu, þar sem gífurlegir kraftar takast á og skilja eftir sig mikla fegurð.
Sýning er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira