logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Eldfjalladýrð

01/04/2022
Guðmundur Óli Pálmason opnaði sýninguna Volcanoroids í Listasal Mosfellsbæjar 18. mars sl. Til sýnis eru ljósmyndir af eldgosinu í Fagradalsfjalli. Guðmundur Óli tekur ljósmyndirnar á útrunnar polaroid flysjufilmur og í framköllunarferlinu notar hann ýmis efni sem hafa óvænt og spennandi áhrif á lokaútkomuna. Ljósmyndirnar eru síðan færðar yfir í tölvu, stækkaðar upp og prentaðar út.

Fjöldi fólks mætti á opnun enda vildi svo skemmtilega til að listamaðurinn átti afmæli þennan dag. Verkin á sýningunni eru einnig tileinkuð „afmælisbarni“ því 19. mars var eitt ár liðið frá upphafi eldgossins.

Við vekjum athygli á því að myndirnar eru til sölu á 35.000 stk., hver mynd er í þremur eintökum. Síðasti sýningardagur er 13. apríl.

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira