logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

„Óþreyju barn, kom innst í lundinn“ - Sýningaropnun föstudaginn 12. júlí kl. 16 - 18.

08/07/2019

Föstudaginn 12. júlí kl. 16-18 verður ný sýning opnuð í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin heitir „Óþreyju barn, kom innst í lundinn“ en titillinn er vísun í ljóð eftir Huldu skáldkonu (Unni Benediktsdóttur Bjarklind). Að sýningunni standa tvær ungar listakonur, Harpa Dís Hákonardóttir (1993) og Hjördís Gréta Guðmundsdóttir (1994) sem báðar útskrifuðust í vor frá myndlistardeild LHÍ. Sýningin í Listasal Mosfellsbæjar er hluti af rannsóknarverkefni þeirra sem ber heitir Farsæl, fróð og frjáls þar sem skyggnst er inn í líf og list Huldu skáldkonu og skoðuð áhrif hennar á íslenska menningararfleifð. Verkefnið hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Í sýningarskrá stendur:

„Þrátt fyrir það brautryðjendastarf sem Hulda vann er nafn hennar lítið þekkt meðal okkar kynslóðar, nánast gleymt ... Við bjóðum sýningargestum að stíga inn í hugarheim samtals okkar, tveggja ungra listakvenna, við Huldu. Lundurinn birtist okkur hér í hugleiðingu um fantasíuna sem skáldkonan orti svo oft um. Lækurinn rennur frá sýningarsalnum og inn á gólf Bókasafnsins. Óþreyjan hefur tekið sér fótfestu í ákveðinni endursköpun rúmum hundrað árum síðar. Er óþreyjubarnið kannski hún sjálf, sem svo oft var kölluð barn?“

Opnun er 12. júlí kl. 16-18. Síðasti sýningardagur er 9. ágúst. Opið er kl. 12-18 virka daga og kl. 12-16 á laugardögum. Gott hjólastólaaðgengi er að salnum. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Facebook viðburður fyrir sýninguna Óþreyju barn, kom innst í lundinn
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira