logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vinningshafi í febrúargetraun Bókasafnsins

12/03/2019
Fannar Davíð Karlsson er sannkallaður lukkunnar pamfíll! Á sjálfan sjö ára afmælisdaginn fékk hann símhringingu um að hann hefði unnið í febrúargetraun Bókasafnsins og kom til okkar að sækja pakkann sinn. Fannar Davíð fékk bókina Afi sterki og skrímslin í Kleifarvatni eftir J.K. Kolsöe. Fannar er í 1. bekk í Krikaskóla og æfir bæði handbolta og fimleika. Hann kemur reglulega til okkar í safnið með mömmu sinni og skólanum. Við óskum Fannari Davíð innilega til hamingju með vinninginn – og afmælið!
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira