logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Feðgar kanna fossa

19/02/2019
Föstudaginn 22. febrúar kl. 16-18 verður opnuð sýningin tómir fossar í Listasal Mosfellsbæjar. tómir fossar er samsýning feðganna Björns Hauks Pálssonar og Páls Hauks Björnssonar. Björn Haukur er stýrimaður að mennt og sýnir nú í fyrsta sinn en Páll Haukur er menntaður í myndlist og hefur verið virkur í sýningarhaldi bæði hérlendis og erlendis. Á sýningunni munu natúralískar myndir föðurins eiga samtal við abstraktverk sonarins svo úr verður nokkurs konar tvöfalt landslag þar sem fossar eru í aðalhlutverki. Sýningunni lýkur 22. mars.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira