02/11/16
Mikil og góð þátttaka var í októbergetraun okkar. Ekki örvænta þótt þú hafir ekki unnið því nú er komið glænýtt tækifæri til að vinna glæsilega bók. Taktu þátt í nóvembergetrauninni með því að mæta til okkar í Bókasafnið, svara þremur léttum spurningum og setja þátttökuseðilinn vel merktan í græna póstkassann.
Meira ... 01/11/16
Bókmenntir Rómönsku-Ameríku samanstanda af munnmælahefðum og rituðu máli á nokkrum tungumálum, þ.e. spænsku, portúgölsku og tungumálum frumbyggja.
Kvenrithöfunda Rómönsku-Ameríku má finna allt frá nýlendutíma 17. aldar til okkar tíma. Á 18. öld, og fram á þá 19., unnu kvenrithöfundar sig frá trúarlegum skrifum með því að skrifa undir dulnefni eða með nafnleynd. Það gerði þeim kleift að fjalla ýtarlega um eigin stöðu í kæfandi feðraveldissamfélögum.
Meira ... 26/10/16
Fyrsta opna hús ársins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 26.október klukkan 20:00 í Listasal Mosfellsbæjar.
Á opnum húsum er lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. Ráð sem foreldrar, systkin, amma og afi, þjálfarar, kennarar og allir þeir sem koma að uppvexti barna og unglinga geta nýtt sér.
Meira ... 21/10/16
Sýningin í Listasal Mosfellsbæjar AÐ SAFNA OG HAFNA þar sem Guðbergur Bergsson sýnir Smá verk úr smáverkasafni sínu hefur, vegna mikillar aðsóknar, verið framlengd um viku eða til 29. október
Sýningin í Listasal Mosfellsbæjar er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins mánudaga til föstudaga kl. 12-18 nema miðvikudaga frá 10 og laugardaga frá 13-17.
Meira ... 21/10/16
Í vetrarfríinu tóku starfsmenn Bókasafnsins fram ýmis spil og púsl sem gestir gátu fengið lánað til að nota á safninu.
Það skein gleði úr andlitum þessara mæðgina sem nutu þess að spila saman hér í gær.
Meira ... 21/10/16
Í gær kom á Bókasafnið móðir með nokkur börn, sem ekki er í frásögu færandi. Hitt er athyglisvert að hún kom með bækurnar, sem fjölskyldan var með í láni, í kassa og sagði okkur að þannig héldi hún utan um þær bækur sem fengnar væru að láni í Bókasafninu.
Meira ... 10/10/16
Fyrir utan fréttir af sýningunni AÐ SAFNA OG HAFNA hafa birst tvö viðtöl við Guðberg sem gestir gætu hafa gaman að hlusta á. Annað þeirra er úr þættinum Lestinni á Rás 1 og hitt viðtalið var í Kastljósi Sjónvarpsins. Meðfylgjandi eru hlekkir á þessi viðtöl. Athugið að í báðum tilfellum er allur þátturinn, en viðtalið bara hluti.
Meira ... 03/10/16
Í dag sagði Jóhanna B. Magnúsdóttir okkur frá ömmu sinni Borghildi Júlíönu Þórðardóttur. Sýningin Mín kona þar sem Jóhanna kynnir ömmu sína er í einum sýningarskáp við innganginn á Bókasafnið. Það var ánægjuleg stund sem við áttum með Jóhönnu og Borghildi í dag. Takk Jóhanna.
Meira ... 03/10/16
Þjóðhátíðardagur Kína er 1. október og því vel við hæfi að tileinka þennan mánuð kínverskum bókmenntum. Alþýðulýðveldið nær yfir um 9.6 milljón ferkílómetra með um 1,4 milljarð íbúa og er höfuðborgin Beijing. Opinber tungumál eru kínverska eða Mandarín, Yue, Wu, Minbei, Minnan, Xiang, Gan og Hakka mállýskur.
Meira ... 03/10/16
Nú erum við í Bókasafni Mosfellsbæjar byrjuð aftur með skemmtilegu getraunina okkar fyrir krakka. Spurningablaðið er staðsett á hringborðinu í barnadeildinni. Skilið því útfylltu í græna póstkassann til að eiga möguleika á að vinna veglega bókargjöf. Tilkynnt verður um verðlaunahafa í byrjun nóvember.
Meira ... Síða 2 af 7