logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Janúarvinningshafi

25/02/2019
Emma Karen Helgadóttir er fyrsti vinningshafinn í barnagetrauninni á þessu ári. Hún er 9 ára (verður 10 ára í mars) og er í 4. bekk í Krikaskóla. Hún kemur til okkar í Bókasafnið með skólanum og vinkonunum þess utan. Emmu Karen finnst svo margar bækur skemmtilegar að hún getur ómögulega valið hver er í uppáhaldi, kannski á hún bara enn eftir að finna hana. Emma Karen hefur æft bæði fimleika og fótbolta en er núna að leita sér að nýrri íþrótt til að stunda. Hún fékk bókina Silfurlykilinn eftir Sigrúnu Eldjárn í verðlaun. Við óskum Emmu Karen til hamingju!
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira