logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - Verðlaunahafi í októbergetrauninni

08/11/2017

Það var glöð stelpa, Tera Viktorsdóttir, sem kom í Bókasafnið að sækja bókarverðlaunin sín en Tera sigraði í októbergetrauninni okkar. Tera er tíu ára gömul og gengur í Lágafellsskóla. Hún hefur verið dugleg að mæta í Bókasafnið með mömmu sinni undanfarið og það borgaði sig svo sannarlega. Tera les mikið og er hrifnust af bókum Kristínar Helgu Gunnarsdóttur um ærslabelginn Fíusól. Við óskum Teru til hamingju með verðlaunin og þökkum henni kærlega fyrir þátttökuna.

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira