logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Sykursæt opnun

13.09.2021 15:28
Mikið fjör var við opnun sýningarinnar Bonís í Listasal Mosfellsbæjar 10. september sl. Bonís er hugmyndaverk grafíska hönnuðarins og Mosfellingsins Sigurðar Ó.L. Bragasonar og fjölskyldu hans. Bonís (sem er búið til úr orðunum bonbon og kandís) er sykursætur heimur þar sem búa litlar verur innan um sykurpúða, ísrétti og önnur sætindi. Verurnar sjálfar klæðast flíkum úr ýmsum ávöxtum og nammi.

Á sýningunni eru myndir af Bonís-heiminum og vörur sem tengjast honum. Á opnunni var boðið upp á litríka kleinuhringi frá Mosfellsbakaríi sem vöktu mikla lukku sýningargesta. Bonís-heimurinn er í stöðugri þróun og vilja Sigurður og fjölskylda hans endilega fá að heyra hugmyndir og vangaveltur sýningargesta um verkefnið. Síðasti sýningardagur er 8. október.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira