logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

20 manna fjöldatakmörk

15.04.2021 09:54

Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er í gildi frá og með 15. apríl og gildir til og með 5. maí 2021. Fjöldi í Bókasafni Mosfellsbæjar miðast nú við 20 manns og gildir þetta um einstaklinga fædda árið 2014 eða fyrr (börn á grunnskólaaldri og eldri).

Gestir eru hvattir til að sinna erindum sínum hratt og skilmerkilega svo fleiri komist að.

Lessvæði er lokað og viðburðum hefur verið frestað.

Við minnum á að hægt er að panta safngögn á leitir.is og sækja við inngang safnsins. Sjá leiðbeiningar hér: bokmos.is/thjonusta/fratekt-pontun-/

Við hvetjum notendur til að panta á leitir.is, en sjálfsagt er að hringja í síma 566 6822 eða senda tölvupóst á bokasafn@mos.is og fá aðstoð.

Við sendum sms þegar safngögnin eru tilbúin og þau bíða í merktum poka við inngang safnsins milli 10:00 og 18:00.

Athugið að þjónustan er eingöngu á í boði á virkum dögum.

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira