logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Landvörður heldur sýningu

18.02.2020 14:42
Fjölmenni var við opnun sýningarinnar Jöklar í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 14. febrúar sl. Fyrrum Mosfellingurinn Stefanía Reynisdóttir sýnir málverk og grafísk verk sem eru innblásin af jöklum. Stefanía býr nú í Öræfasveit undir Vatnajökli og starfar þar sem landvörður og jöklaleiðsögumaður. Hún er í miklu návígi við viðfangsefnið og miðlar því á sinn eigin hátt í myndlistinni. Kraftur og fegurð jöklanna er túlkuð með flæðandi og draumkenndum flötum og samspil blárra, hvítra og grátóna lita er áberandi. Sýningin stendur yfir til 13. mars.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira