logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fyrsti vinningshafi ársins í barnagetraun Bókasafnsins

10/01/2020
Fyrsti vinningshafi ársins í barnagetraun Bókasafnsins er Dagur Hrafn Helgason. Hann er 11 ára gamall og er nemandi í Lágafellsskóla. Dagur hefur áhuga á tölvuleikjum og íþróttum og þegar hann les finnst honum skemmtilegast að kíkja í Syrpuna. Hann er greinilega líka með íslensku jólasveinana á hreinu en hann svaraði spurningunni um Stúf kórrétt og var ekki lengi að finna Kertasníki í felum hjá jólabókunum. Í verðlaun fær Dagur nýju bókina um Orra óstöðvandi eftir Bjarna Fritzson. Við óskum Degi innilega til hamingju!
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira