logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Sævar Karl sýnir

17.09.2019 14:46
Sævar Karl opnar einkasýninguna Málverk í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 21. september kl. 14-16. Sævar Karl (f. 1947) hefur stundað myndlistarnám við ýmsa listaháskóla hérlendis og í Þýskalandi og Austurríki. Hann hefur sýnt víða um heim m.a. í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og Englandi. Þetta er í annað sinn sem Sævar Karl sýnir í Listasal Mosfellsbæjar.

Málverk Sævars eru marglaga og full af litadýrð og orku. Þau eru innblásin af náttúrunni bæði hér á Íslandi og í München þar sem listamaðurinn dvelur hluta af árinu og er með vinnustofu.

Síðasti sýningardagur er 18. október. Listasalur Mosfellsbæjar er til húsa inn af Bókasafni Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2. Hann er opinn á virkum dögum kl. 12-18 og á laugardögum kl. 12-16. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira