logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Teppi á veggnum í Listasal Mosfellsbæjar

04/06/2019

Föstudaginn 7. júní kl. 16-18 opnar Randa Mulford sýninguna Teppi á veggnum í Listasal Mosfellsbæjar. Síðasti sýningardagur er 5. júlí. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Flestir sem þekkja til bútasaumsteppa hugsa líklega um þau sem
nytjahluti svo sem rúmteppi, barnateppi og borðdúka. Bútasaumsteppi sem listaverk eru aftur á móti minna þekkt. Þau eru hugsuð til veggskreytinga og við gerð þeirra er gjarnan notað efni og aðferðir sem ekki tíðkast við gerð hefðbundinna, hagnýtra bútasaumsteppa.

Á Teppi á veggnum sýnir Randa annars vegar margslungin mynsturverk og fígúratíf verk af stöðum, landslagi, fólki og dýrum sem henni þykir vænt um.

Randa er bandarísk en hefur sterk tengsl við Ísland og Mosfellsbæ. Hún hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir textílverk sín.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira