logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Nýtt sýningarár í Listasal Mosfellsbæjar hefst með sýningunni FROST

15.01.2019 12:50
Í Listasal Mosfellsbæjar hefst nýtt sýningarár á ferskum nótum með FROST, fyrstu myndlistarsýningu arkitektsins Steinunnar Eikar Egilsdóttur. Steinunn Eik sem er fædd árið 1988, er óhrædd við nýjar áskoranir og hefur sinnt ýmsum fjölbreyttum verkefnum, m.a. á Grænlandi, í Palestínu og Vestur-Afríku en þar bjó hún í þrjú ár. Steinunn Eik leitar í abstraktmyndlist sem mótvægi við nákvæmni og strangleika arkitektúrsins og hefur í gegnum tilraunir sínar með akrílmálningu mótað sinn ákveðna stíl. Verk Steinunnar Eikar eru í senn einstæð og keimlík, frjálsleg og öguð, stílhrein og ósamstæð. Þau bera einkenni ungs listamanns sem málar af áráttu og leikgleði.
Sýningin FROST verður opnuð föstudaginn 18. janúar kl. 16-18 og stendur til föstudagsins 15. febrúar. Opið er á virkum dögum kl. 12-18 og á laugardögum kl. 12-16. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira