Fréttasafn
2024
janúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september.
2023
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2022
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2021
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2020
janúar, febrúar, mars, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
Tölt um tilveruna - sýningaropnun föstudaginn 22. júní 2018 kl. 16-18
20.06.2018 11:31Guðrún er myndlistarkona og læknir. Hún hefur lagt stund á leirlist og gefið út ljóð en seinni ár einbeitt sér að vatnslitaverkum. Guðrún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á Íslandi og erlendis. Hún sýndi m.a. verk fyrir hönd Íslands í NAS (Nordiska Akvarellsällskapet) á 18. sýningu ECWS (European Confederation of Watercolour Societies) á Spáni árið 2015. Í fyrra tók hún þátt í alþjóðlegri vatnslitasýningu í Norræna húsinu í Reykjavík ásamt 72 málurum Norræna vatnslitafélagsins og Royal Watercolour Society of Wales.
Verkin á Tölt um tilveruna eru öll máluð með vatnslitum og innblásin af náttúrunni. Þau sýna landslag og jurtir, fólk og dýr og ýmis önnur náttúrufyrirbrigði. Náttúran er Guðrúnu hugleikin í allri hennar listsköpun. Vatnslitirnir eru listakonunni eins konar íhugun og endurnæring í erilsömu lífi.
Sýningin Tölt um tilveruna stendur frá 22. júní til 27. júlí. Opið er kl. 12-18 virka daga og kl. 13-17 á laugardögum.