logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Tölt um tilveruna - sýningaropnun föstudaginn 22. júní 2018 kl. 16-18

20.06.2018 11:31
Föstudaginn 22. júní 2018 kl. 16-18 verður sýning Guðrúnar Hreinsdóttur, Tölt um tilveruna, opnuð í Listasal Mosfellsbæjar.

Guðrún er myndlistarkona og læknir. Hún hefur lagt stund á leirlist og gefið út ljóð en seinni ár einbeitt sér að vatnslitaverkum. Guðrún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á Íslandi og erlendis. Hún sýndi m.a. verk fyrir hönd Íslands í NAS (Nordiska Akvarellsällskapet) á 18. sýningu ECWS (European Confederation of Watercolour Societies) á Spáni árið 2015. Í fyrra tók hún þátt í alþjóðlegri vatnslitasýningu í Norræna húsinu í Reykjavík ásamt 72 málurum Norræna vatnslitafélagsins og Royal Watercolour Society of Wales.

Verkin á Tölt um tilveruna eru öll máluð með vatnslitum og innblásin af náttúrunni. Þau sýna landslag og jurtir, fólk og dýr og ýmis önnur náttúrufyrirbrigði. Náttúran er Guðrúnu hugleikin í allri hennar listsköpun. Vatnslitirnir eru listakonunni eins konar íhugun og endurnæring í erilsömu lífi.

Sýningin Tölt um tilveruna stendur frá 22. júní til 27. júlí. Opið er kl. 12-18 virka daga og kl. 13-17 á laugardögum.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira