logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - Vel mætt á bókmenntahlaðborð barnanna

05.01.2018 15:26
Bókmenntahlaðborð barnanna var haldið í fyrsta skipti laugardaginn 16. des. síðastliðinn. Mörg börn mættu til að hlusta á rithöfunda lesa upp úr bókum sínum en þeir voru:

Bergrún Íris Sævarsdóttir með Lang-elstur í bekknum,
Ástríður Sólrún Grímsdóttir með Sögur af Týra og Bimbó,
Eva Rún Þorgeirsdóttir með Lukka og hugmyndavélin í svakalegum sjávarháska og
Ingibjörg Valsdóttir með Pétur og Halla við hliðina: fjöruferðin

Eftir upplestur sungu börnin nokkur jólalög undir stjórn Berglindar Björgúlfsdóttur og fengu að spila með á bjölluhljóðfæri. Síðast var börnunum boðið upp á piparkökur meðan þau föndruðu jólakort með foreldrum sínum.

Takk fyrir komuna og hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári. Gleðilegt ár.

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira