logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

LISTASALUR - Undir, einkasýning Steingríms Gauta Ingólfssonar

03.01.2018 16:17
Fyrsta sýning nýs árs í Listasal Mosfellsbæjar er Undir, einkasýning Steingríms Gauta Ingólfssonar. Steingrímur Gauti er fæddur árið 1986 og hefur verið virkur í sýningarhaldi síðan hann útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2015. Í Listasalnum eru sýnd ný verk, en Steingrímur Gauti gerir aðallega tilraunakennd abstraktmálverk. Um verk sín segir hann: „Athöfnin að mála skiptir mestu fyrir mig og er í rauninni hálfgerð hugleiðsla, leið til þess að koma hugmyndum og hugsunum í eitthvað áþreifanlegt. Útkomuna skil ég svo eftir fyrir einhvern annan til að skoða. Ég skrifa og krassa í blauta olíuna allskonar hugleiðingar og hugmyndir og mála svo kannski yfir aftur. Þannig byggi ég verkið upp í lögum þangað til það getur ekki meir. Úr verður frekar einlægt samtal milli mín og málverksins.“ Sýningin Undir verður opnuð 5. janúar kl. 15 og stendur til 9. febrúar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira