logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - VINNINGSHAFI Í SEPTEMBERGETRAUNINNI

19.10.2017 13:31
Haraldur Ingi Matthíasson, 11 ára nemandi í Varmárskóla, vann í septembergetrauninni okkar. Hann fékk að launum bókina Gestir utan úr geimnum eftir Ævar vísindamann. Haraldur Ingi er mikill lestrarhestur og les yfirleitt á hverjum degi. Hann hefur sérstaklega gaman af bókunum um Harry Potter og seríunni um Óvættaför. Í þetta sinn var ein spurningin í getrauninni hvert væri uppáhaldsdýrið. Svar Haraldar Inga var frekar óvenjulegt en hann valdi mauraætu! Aðspurður segir hann mauraætur vera í uppáhaldi því þær séu bæði fyndin og skrýtin dýr. Við hér í Bókasafninu erum hjartanlega sammála honum og óskum honum til hamingju með vinninginn.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira