logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

LISTASALUR - LETUR OG LIST - frá opnun

16.10.2017 12:36

Fjölmennt var við opnun sýningarinnar Letur og list í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 7. október sl. Letur og list er samsýning myndmennta- og skriftarkennarans Þorvaldar Jónassonar og bókbindaranna Guðlaugar Friðriksdóttur og Ragnars G. Einarssonar. Þorvaldur sýnir ýmsar sögulegar leturgerðir og Guðlaug og Ragnar verkfæri, áhöld og efnivið til bókbands auk fullgerðra verka. Á sýningunni má m.a. sjá letur sem notað var fyrir um 2000 árum, sveinsstykki afa Ragnars og bók með útstæðu auga bundna inn í selskinn. Sýningargestir, jafnt ungir sem aldnir, voru almennt hæstánægðir með að hinum fornu listgreinum, leturgerð og bókbandi, væri gert hátt undir höfði í sýningu sem þessari. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins og stendur til 28. október.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira