Fréttasafn
2024
janúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september.
2023
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2022
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2021
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2020
janúar, febrúar, mars, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
BÓKASAFN - Í brennidepli: ÍRSKAR BÓKMENNTIR – MAÍ 2017
02.05.2017 11:04May Day, eða maí-dagur, tengist keltneska hátíðisdeginum Lá Bealtaine á Írlandi. Áður fyrr markaði Lá Bealtaine upphaf nýrrar árstíðar í byrjun maí þegar blóm og ávaxtatré byrjuðu að springa út. Eins og á Íslandi er 1. maí, Lá an Lucht Oibre, frídagur verkafólks í Írska lýðveldinu.
Haldið er upp á keltnesku maíhátíðina með því að kveikja í stórum bálköstum með úrvali viðartegunda. Viðartegundirnar eru taldar hafa mismunandi dulræna merkingu og var áður litið svo á að þær hefðu mikilvægu hlutverki að gegna fyrir frjósemi jarðar og búfénaðar á komandi ári. Maí er þurrasti árstíminn á Írlandi.
Á eftir grísku og latínu teljast írsku bókmenntir til elstu bókmennta Evrópu, allt frá fjórðu eða fimmtu öld. Írskar bókmenntir má í raun flokka á tvo vegu; bókmenntir sem skrifaðar eru á ensku frá tímabilinu um 1690, og svo þær bókmenntir á írsku (gelísku) sem flokkast undir keltneskar bókmenntir.
Þrátt fyrir sérkenni írskrar tungu og þjóðar eru írsk ritverk óhjákvæmilega nátengd enskum bókmenntum. Þetta hefur átt sinn þátt í því að textar írskra ríthöfunda hafa átt vinsældum að fagna og verið taldir meðal merkustu rita – eða verið hluti af svokallaðri „kanónu“ breskrar bókmenntasögu. Margir þekktustu höfunda Írlands bjuggu og unnu til lengri tíma í útlegð, oft í Englandi, og af þeim sökum hefur ekki orðið til nein sérstök írsk „kanóna“.Jonathan Swift (1667-1745) var írskur rithöfundur, háðsádeiluhöfundur og prestur. Hans þekktasta verk er sagan af ferðum Gúllivers, Gulliver’s Travels (1726), sem er stöðugt endurútgefin. Það sem er áhugaverðara er að stór hluti söguþráðarins tengist ringulreið stjórnmála þess tíma sem hún er rituð á. Í gegnum tíðina hafa ævintýri Gúllivers verið vinsæl jafnt hjá börnum sem fullorðnum.
William Butler Yeats (1865-1939) er eitt af frægustu skáldum enskrar tungu á tuttugustu öldinni. Þrátt fyrir að Yeats skrifaði á ensku gáfu rit hans írskum bókmenntum og þjóðernishyggju byr undir báða vængi:
„I owe my soul to Shakespeare, to Spenser, and to Blake…and to the English language in which I think, speak and write…; my hatred tortures me with love, my love with hate.“
Yeats var fyrsti rithöfundur Írlands sem tók á móti bókmenntaverðlaunum Nóbels. Það var árið 1923, en alls hafa fjórir írskir rithöfundar fengið þessi heiðursverðlaun. Yeats skrifaði meðal annars The Second Coming (1920) og Sailing to Byzantium (1927).
James Joyce (1882-1941) er einn þekktasti og áhrifamesti rithöfundur Íra, og færði rithöfunda til nútímans með skáldatilraunum sínum. Hann gerði tilraunir með tungumálið og kannaði nýjar aðferðir við framsetningu texta. Meðal þekktustu verka hans eru Ódysseifur (Ulysses 1922) í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar, og Finnegans Wake (1939).
Aðrir rithöfundar sem hafa sett mark sitt á bókmenntasögu Írlands:
Oscar Wilde (1854-1900) skrifaði og gaf sjálfur út nánast öll sín stærstu verk; leikrit, smásögur og ljóð, og var grín hans að samfélaginu hvað vinsælast. Hann skrifaði aðeins eina skáldsögu sem var sambland af hinu yfirnáttúrulega og hinu úrkynjaða, The Picture of Dorian Gray (1890).
Myndin af Dorian Gray olli hneyksli í hinu Viktoríska Englandi og var hún notuð sem sönnunargagn gegn Wilde, þegar réttað var yfir honum árið 1895 vegna samkynhneigðar hans. Í dag er litið á bókina sem klassík á enskri tungu og hefur hún oftar en ekki ratað á tjald kvikmyndahúsanna; ein þekktasta útgáfan er frá árinu 1945.
George Bernard Shaw (1856-1950) er hvað þekktastur fyrir sín grátbroslegu verk. Hann vann sem bókmenntagagnrýnandi og var ötull talsmaður jafnaðarmanna. Eitt af hans þekktustu leikverkum er Pygmalion 1913. Árið 1938 varð leikritið gert að bíómynd sem sló í gegn, og 1956 var það sviðsett sem söngleikurinn My Fair Lady. Shaw hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1925.
Samuel Beckett (1906-1989) skrifaði á bæði ensku og frönsku og er hvað þekktastur fyrir leikverk sín. Hann skrifaði hið fræga leikrit Beðið eftir Godot (Waiting for Godot 1952), sem umbreytti leikritaheimi Evrópu (svipað og áhrif Ulysses á skáldsagnagerð í álfunni). Beckett hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1969.
Seamus Heaney (1939-2013) var ljóðskáld, en stórbrotin verk hans og ljóð fjalla gjarnan um daglegt líf og ofbeldi á Norður Írlandi, og oft sveipað dulrænum áhrifum. Meðal þekktustu verka hans eru Endalok náttúruskoðunar, Death of a Naturalist (1966), og þýðing hans á Bjólfskviðu, Beowulf (1999). Heaney hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1995.
Bram Stoker (1847-1912) er þekktastur sem höfundur hrollvekjunnar Drakúla (Dracula 1897). Með þessum hrikalega karakter skrifaði Stoker sig á blað áhrifamikilla rithöfunda í hinum vestræna heimi þar sem vampýran, Drakúla greifi, er eitt langlífasta og stórkostlegasta illmenni sögunnar. Hrollvekjan hefur verið uppfærð fyrir bæði leikhús og kvikmyndir í gegnum tíðina, við mikinn fögnuð aðdáenda.
Árið 2009 skrifaði afkomandi Stoker og Ian Holt framhald af bókinni, Dracula: The Un-Dead, sem byggð er á glósum Bram og úrklippum úr fyrstu bókinni um Drakúla greifa. En í stað sendibréfaforms upprunalegu sögunnar, er seinni bókin frásögn í þriðju persónu og er hrollvekja sem gerist í London 1912 þar sem Bram Stoker kemur við sögu.
Stoker skrifaði fleiri bækur, eins og The Mystery of the Sea (1902), The Jewel of Seven stars (1903), og The Lady of the Shroud (1909), en engin þeirra komst nálægt Dracula að vinsældum eða gæðum.
Ný könnun hjá OECD sýnir að einn af hverjum sex fullorðinna á Írlandi í dag á erfitt með að skilja ritaðan grunntexta, og einn af hverjum fjórum eiga erfitt með að leysa einfalda útreikninga. Ýmsar ástæður búa að baki þessarar niðurstöðu, og má nefna að efra stig grunnskóla varð ekki gjaldfrjálst fyrr en eftir 1967. Fyrir utan lesblindu og námsörðugleika má einnig rekja niðurstöður OECD til fátæktar og skort á fjármagni til menntunar (nala.ie).
Í tilefni Eurovision sem haldin er nú í maí má til gamans geta að Írland hefur sjö sinnum orðið sigurvegari í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva frá upphafi, árin 1970, 1980, 1987, 1992, 1993, 1994 og 1996, sem er oftar en nokkurt annað land sem tekið hefur þátt.