logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

LISTASALUR - Ljós og skuggar í Fókus -Opnun sýningar

24/02/2017
Laugardaginn 18. febrúar opnaði Fókus – félag áhugaljósmyndara sýningu sína Ljós og skuggar í Fókus í Listasal Mosfellsbæjar. Á sýningunni er 21 mynd eftir jafn marga ljósmyndara. Félagarnir unnu með ljós og skugga eins og heiti sýningarinnar ber með sér. Gaman er að skoða útkomuna og stundum skiptir skugginn sköpum í myndinni. Fjölmenni var við opnunina.
Í sýningarnefnd voru Sigrún H. Sigurðardóttir Fossdal, Ólafur Ingi Ólafsson og Þorgils Garðar Gunnþórsson. Formaður félagsins er Kim Mortensen. Markmið sýningarinnar er að vekja áhuga almennings á ljósmyndun sem áhugamáli, virkja félagsmenn Fókus og að skapa vettvang til að sýna ljósmyndir félagsmanna.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira