logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - Hundar sem hlusta

20/02/2017
Laugardaginn 25. febrúar 2017 frá kl. 13.00 -14.20.

Í samstarfi við félagið Vigdísi - Vini gæludýra á Íslandi býður Bókasafnið börnum að koma í safnið og lesa sér til ánægju fyrir hunda, sem sérstaklega eru til þess þjálfaðir.
Þetta er í fyrsta sinn sem Bókasafn Mosfellsbæjar býður upp á þessa samveru hunda og barna.

Fyrsta lesstundin hefst kl. 13.00 og sú síðasta kl. 14.00. Hverju barni býðst að lesa í 20 mín. Tveir hundar verða á staðnum þannig að tvö börn geta lesið í hvert sinn. Einungis átta börn komast að. Félagið Vigdís er aðili að lestrarverkefninu R.E.A.D – Reading Education Assistance Dogs sem starfar um allan heim með um 4 þúsund sjálfboðaliða. Lestrarstundir með hundi hafa reynst vel, einkum þeim börnum sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Hann hjálpar þeim að slaka á og liggur rólegur á meðan lesið er. Sjálfboðaliðinn, sem er eigandi hundsins, ræðir síðan við barnið um innihald sögunnar til að tryggja betri lesskilning.

Lesturinn fer fram í „Fiskabúrinu“ þ.e. gamla þjónustuverinu í Kjarna, en gengið er inn um aðalinngang safnsins.

Þeir sem hafa áhuga þurfa að bóka tíma fyrirfram með því að senda tölvupóst á Ásdísi, asdisg@mos.is eða hringja í síma 566 6822 milli kl. 8.30 og 17. Tímar sem eru í boði eru klukkan: 13.00, 13.20, 13.40 og 14.00.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira