logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - Afmælistónleikar Listaskólans

18.11.2016 11:08
Listaskóli Mosfellsbæjar hélt afmælistónleika í Bókasafninu fimmtudaginn 17. nóvember, en um þessar mundir eru 50 ár frá því að stofnaður var tónlistarskóli í Mosfellsbæ.
Kennarar skólans léku og sungu listavel og fögnuðu gestir vel og innilega.
Meðal gesta var Salóme Þorkelsdóttir, heiðursborgari Mosfellsbæjar, en hún átti sæti í fyrstu skólanefnd Tónlistarskólans.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri flutti ávarp og hamingjuóskir og færði skólanum að gjöf Kurzweil SP 4-7 hljómborð, sem kemur að góðum notum í rytmísku deildinni.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira