Fréttasafn
2024
janúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september.
2023
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2022
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2021
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2020
janúar, febrúar, mars, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
BÓKASAFN - Í Brennidepli: Bókmenntir Rómönsku-Ameríku
01.11.2016 11:19
Bókmenntir Rómönsku-Ameríku samanstanda af munnmælahefðum og rituðu máli á nokkrum tungumálum, þ.e. spænsku, portúgölsku og tungumálum frumbyggja.
Kvenrithöfunda Rómönsku-Ameríku má finna allt frá nýlendutíma 17. aldar til okkar tíma. Á 18. öld, og fram á þá 19., unnu kvenrithöfundar sig frá trúarlegum skrifum með því að skrifa undir dulnefni eða með nafnleynd. Það gerði þeim kleift að fjalla ýtarlega um eigin stöðu í kæfandi feðraveldissamfélögum.
Verk kvenrithöfundanna spanna allt frá bókmenntaverkum til endurminninga og greinaskrifa sem fjalla um fjölskyldur þeirra, fjárhagserfiðleika, undirokun og sjálfsvitund. Þær taka fyrir þjóðhætti, mat, fátækt, kynþætti og útrýmingu og skrifa gjarnan frá hjartanu; ljóð, skáldskap og endurminningar.
Í upphafi nítjándu aldar fundu margir rithöfundar Rómönsku-Ameríku þörf til að skrifa um sitt nýfengna sjálfstæði. Þessar bókmenntir sögðu sannleikann á sársaukafullan hátt og þar var enga rómantík að finna.
Eftir seinni heimstyrjöldina varð sprengja á sviði bókmennta Rómönsku-Ameríku sem vakti athygli umheimsins með jákvæðum hætti. Höfundar fóru út fyrir hefðbundin mörk, gerðu tilraunir með tungumál, og notuðu oftar en ekki mismunandi ritstíl í verkum sínum.
Rómantíska stefnan kom svo stuttu seinna og þróuðust bókmenntir þeirra út í tilgerðarlegri stíl, en fljótlega sneri bláköld raunsæisstefnan aftur með töfraraunsæi í kjölfarið. Töfraraunsæið setti mark sitt á verk eins þekktasta höfund Rómönsku-Ameríku, Nóbelsverðlaunahafann Gabríel Garcia Marquez sem skrifaði Hundrað ára einsemd.
Sagnagerð og verk kvenrithöfunda þessara þjóða á seinni hluta tuttugustu aldar sýna hvernig gagnrýni á þeim tíma varð beittari, skarpari, og femínískari. Aðrir kvenrithöfundar voru undir áhrifum víðtækari pólitískra strauma sem skullu á þjóðunum og fókuseruðu á einræðisstjórn, ritskoðun og landflótta. Meðal þessara höfunda eru Luisa Valenzuela frá Argentínu, Isabel Allende frá Chile, og Cristina Peri Rossi frá Uruguay.
Aðrir helstu nútímarithöfundar Rómönsku-Ameríku eru Jorge Luis Borges, Mario Vargas Llosa, Gabriela Mistral, Pablo Neruda og Octavio Paz.
Í dag eru bókmenntaverk Rómönsku-Ameríku víðast hvar aðgengileg og eru mikið lesin í kennslu í háskólum víðsvegar um heiminn.