Fréttasafn
2024
janúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september.
2023
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2022
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2021
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2020
janúar, febrúar, mars, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
KÍNVERSKAR BÓKMENNTIR – OKTÓBER 2016
03.10.2016 15:35Þjóðhátíðardagur Kína er 1. október og því vel við hæfi að tileinka þennan mánuð kínverskum bókmenntum. Alþýðulýðveldið nær yfir um 9.6 milljón ferkílómetra með um 1,4 milljarð íbúa og er höfuðborgin Beijing. Opinber tungumál eru kínverska eða Mandarín, Yue, Wu, Minbei, Minnan, Xiang, Gan og Hakka mállýskur.
Kínverjar eiga sér lengri samfellda sögu en nokkur önnur þjóð í veröldinni og eru því kínverskar bókmenntir miklar og fjölbreyttar.
„Kínverskar bókmenntir má rekja til þriðju aldar fyrir Krist og eiga sér því rúmlega 2.000 ára sögu. Í aldanna rás hafa fjölmargir rithöfundar skapað óteljandi bókmenntaverk. Þeir voru flestir karlmenn. Þrátt fyrir að fáar konur væru í hópi rithöfunda um aldir eru kvennabókmenntir einstæður hluti kínverskra bókmennta er sett hefur mark sitt með sérstæðum hætti á þróun þeirra. Stíll kvenna mótaðist mjög af félagslegri stöðu þeirra á hverjum tíma.“ (Li Sihan starfsmaður kínverska sendiráðsins)
Einn áhrifamesti rithöfundur Kína í dag er hin unga Zhang Yueran (f. 1982), og hafa verk hennar verið þýdd á ensku, spænsku, japönsku, þýsku og fleiri tungumál. Hún fór að skrifa um 14 ára gömul og nú, 20 árum seinna, er hún þriðji mest seldi höfundurinn í Kína.
Haft er eftir Nóbelsskáldinu Mo Yan að Zhang Yueran nái að fanga viðkvæmni og einmanaleikann sem felst í því að vaxa úr grasi og að endurspegla líf og líðan ungmenna.
Sjálf segir Zhang Yueran að leyndarmálið á bak við velgengi sína sé að verk hennar fjalli um venjulegt fólk og hluti sem tengjast ungu fólki og styrkleika þess.
Í dag þykir rithöfundum eldri kynslóða í Kína brýnt að lýsa staðbundnum siðum, menningu út frá sagnfræðinni, á meðan yngri rithöfundar skrifa frekar um vandamál í þéttbýli og lýsingar á nútímalífi. Í nútímaverkum má sjá áherslu á einstaklinginn, en fyrr á tímum var hugmyndafræði samyrkjubúanna ríkjandi í bókmenntunum og rödd einstaklingsins hafði ekkert vægi.