logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

AFRÍSKAR BÓKMENNTIR

02/09/2016

Afrískar bókmenntir eru umfangsmiklar og fjölbreyttar. Það sem einkennir þær er að megintexti hefðbundinna munnmælasagna og ritverka er á afró-asísku og afrískri tungu. Einnig eru ritverk í bland við ritverk Afríkubúa sem skrifuð eru á tungumálum Evrópu, þ.e. tungumálum nýlenduherranna, frönsku, portúgölsku og ensku.

Segja má að nútímabókmenntir Afríku eigi uppruna sinn í menntakerfum nýlenduherranna, þar sem kerfið á þeim tíma var Evrópumiðað og vísaði til þeirra hefða sem ríktu í Evrópu. Hins vegar hafa munnmælahefðir sett sitt mark á samtímabókmenntir álfunnar.

Áhrif aðskilnaðarstefnunnar hefur verið ríkjandi í bókmenntum Suður Afríku, eins og í bók V. Y. Mudimbe „Before the Birth of the Moon“ (1989), þar sem hann tekur fyrir dauðadæmt ástarsamband í samfélagi sem er gegnsýrt af svikum og spillingu.

Annað sem einkennir afrískar bókmenntir er hvernig margir rithöfundanna færa verk sín í efnislegan búning og flétta oft munnlegar hefðir í skrif sín. Persónur Achebe í „Things Fall Apart“ krydda mál sitt með ýmsum orðatiltækjum og enn aðrir hafa tekið upp á því að færa verk sín yfir í kvikmyndaform til að koma skilaboðum sínum áleiðis til þeirra sem eru ólæsir, eins og senegalski rithöfundurinn Ousmane Sembene.

Aðrir nútímahöfundar sem hafa fengið viðurkenningu á heimsvísu eru Ngugi wa Thiongo fyrir bók sína „Weep Not Child“, og Wole Soyinkas fyrir bókina „Death and the Kingss Horseman“, en hann hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum 1986.

Afrískar bókmenntir sem skrifaðar eru á frummáli eru lítt þekktar utan viðkomandi málasvæða. Aðrir rithöfundar skrifuðu verk sín fyrst á afrísku tungumáli áður en þeir þýddu þau á ensku, eins og Ngugi wa Thiongo með bók sína „Kölski á krossinum“ (2009).

Thiongo er talinn einn áhrifamesti rithöfundur Afríku. Hann tekur fyrir málefni einstaklings og samfélags í Afríku eftir að nýlendutíminn rann sitt skeið á enda. Thiongo sat í fangelsi án réttarhalda í rúmt ár. Hann skrifar nú eingöngu á móðurmálunum, Gikuyi og Swahili.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira