logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Þetta vilja börnin sjá

26/07/2016

Farandsýningin Þetta vilja börnin sjá fór frá okkur í lok síðustu viku og verður sett upp á Amtsbókasafninu á Akureyri.

Á sýningunni voru myndskreytingar í íslenskum barnabókum eftir 21 myndlistamann. Skreytingarnar eru í bókum sem gefnar voru út 2015.

Við buðum barnahópum sérstaklega á sýninguna og voru hópar frá leikskólunum og leikjanámskeiðum duglegir að koma á sýninguna auk annarra gesta.

Þetta er í annað sinn sem Listasalur Mosfellsbæjar hýsir þessa sýningu, en í fjórtánda skiptið sem sýningin er haldin. Það er Borgarbókasafnið sem stendur að henni og var hún fyrst sett upp í Gerðubergi í janúar á þessu ári.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira