Fréttasafn
2024
janúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september.
2023
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2022
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2021
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2020
janúar, febrúar, mars, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
Í Brennidepli - spænskar bókmenntir
30.06.2016 08:20Bókmenntir hafa gegnt mikilvægu hlutverki í sögu Spánar. Þær spanna allt frá hetjusögum til súrrealisma, frá ótrúlegum ævintýrum Don Kíkóta til spænsku borgarastyrjaldarinnar. Líkt og á Íslandi hefur verið lögð mikil áhersla á bókmenntir og bókmenntakennslu skólum Spánar til þessa.
Upphaf spænskra bókmennta má rekja aftur til 12. aldar að „El Cantar del Mio Cid“, hetjuljóði sem ritað var á rómanskri tungu og segir sögu þjóðhetjunnar Rodrigo Díaz de Vivar. Auk þess að vera elsta hetjuljóð Spánar telst það einnig einstakt, því það hefur varðveist nánast í heilu lagi.
Saga Don Kíkóta er eftir einn mikilvirtasta rithöfund 16. aldar, Miguel de Cervantes Saavedra, og fjallar um vitfirrtan riddara. Bókin skipar veigamikinn sess í spænskri bókmenntahefð og telst meðal helstu bókmenntaafreka heims.
Federico García Lorca skrifaði Sígaunaljóðin á tímum mikilla umbreytinga á Spáni og er eitt þekktasta skáld Spánverja á 20. öldinni. Á þeim tíma má segja að spænskir rithöfundar hafi farið að þróa sinn eigin persónulega stíl í stað þess að fylgja einhverri hreyfingu. Skáldsögur urðu hvað vinsælastar og félagsleg málefni voru helsta umfjöllunarefnið, þá sérlega þau sem tengdust daglegu lífi á tímum spænsku borgarastyrjaldarinnar (1936-1939) og lífinu undir einræðisstjórn Francos, sem tók við.
Í dag býr Spánn yfir bókmenntum á fjórum tungumálum, sem er í samræmi við stjórnarskrá þingsins eftir tíð Francos, en frá 1978 voru tungumál Katalóníu, Baskalands og Gallíu kennd aftur í skólum. Eftir miklar umbreytingar úr einræði í lýðræði var ritskoðun efnis hætt og forboðið umfjöllunarefni frá tímum einræðis kom fram í dagsljósið, þ.e. dramatík, háð og líferni sem ekki hafði hlotið náð fyrir augum ritskoðara.
Nokkrir vinsælustu rithöfundar Spánar í dag:
Carlos Ruiz Zafón (1964-). Bækur hans eru fantasíur sem gerast oftar en ekki á sögulegum tímum í heimaborg hans Barcelóna, eins og þríleikurinn Skuggi vindsins (2005), Leikur engilsins (2009), og Fangi himinsins (2014).
Ana María Matute (1926-2014). Skrif hennar einkenndust gjarnan af upplifun hennar og reynslu af spænsku borgarastyrjöldinni. Bókin Skólaus á öðrum fæti (2013) er tvímála útgáfa á íslensku og spænsku.
Javier Marías (1951-) fléttar oft undirferli, svik, ást og fjarstæða vitneskju í sögur sínar. Nefna má verðlaunaskáldsöguna Ástir (2012).
Arturo Pérez-Reverte (1951-) skrifar sögulegar skáldsögur. Meðal bóka hans sem komið hafa út á íslensku eru Dumasarfélagið (2003) og Refskák eða Bríkin frá Flandri (1996).
Ildefonso Falcones (1958-) er þekktur fyrir að byggja skáldverk sín á sögulegum grunni. Kirkja hafsins (2009) er fyrsta bók hans og gerist í Barcelóna á tímum hins illræmda spænska Rannsóknarréttar, og naut strax mikilla vinsælda.