logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Maí-stjarnan í Bókagetraun barnanna

03.06.2016 14:07
er enginn annar en Vígsteinn Frosti, nemandi í 3. bekk í Varmárskóla. Hann hefur áhuga á taekwondo og Lego; að spila á gítar og að sjálfsögðu lesa, en hann er tíður gestur hjá okkur í Bókasafninu. Nú er hann að lesa Elías eftir Auði Haralds og Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren, en uppáhaldsrithöfundur hans er David Walliams. Vígsteinn Frosti fær bók í verðlaun, líkt og aðrir vinningshafar. Til hamingju Vígsteinn Frosti.
Maí getrauninni er sú síðasta í bili. Við tökum okkur frí í sumar en byrjum aftur í haust. Munið að Sumarlesturinn er hafinn og um að gera að vera með.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira