logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

SUMARLESTURINN er hafinn!

30.05.2016 15:49

Sumarlesturinn er hafinn og stendur til 2. september. Það verður sjávarþema og búið er að hengja upp fiskinet í barnadeildinni. Lestrarhestarnir skreyta það svo í sumar með fallegum myndum af sjávarlífverum. Krakkarnir lita eina mynd fyrir hverja lesna bók og við vonumst til að fylla netið! Við fengum Ævar vísindamann til að koma og starta Sumarlestrinum laugardaginn 21. maí og vakti hann mikla lukku. Hann las upp úr nýjustu bókinni sinni og gerði tilraunir sem börnin fengu að taka þátt í.

Hægt er að skrá sig í allt sumar í Sumarlesturinn sem stendur eins og áður segir til 2. september.

Hvetjum börnin til að lesa.

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira