logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Bókaverðlaun barnanna 2016

22.04.2016 16:22
Í vor höfðu börn á aldrinum 6 til 15 ára möguleika á að velja uppáhalds barnabókina af þeim sem gefnar voru út 2015. Grunnskólarnir tóku þátt í þessu með okkur og þökkum við þeim kærlega fyrir.


Þátttaka var mjög góð og vinsælustu bækurnar eru þessar:

Í 1. sæti Mamma klikk eftir Gunnar Helgason

Í 2. sæti Skósveinarnir eftir Renaud Collin

Í 3. sæti Kiddi klaufi Besta ballið eftir Jeff Kinney

Þrjú barnanna fengu viðurkenningu fyrir þátttökuna, bókargjöf frá safninu. Þau eru Isabel Karin í Lágafellsskóla, Ásgrímur Örn í Varmárskóla og Enes Þór í Krikaskóla. Þau fengu bókina „Púkablístran og fleiri sögur af Sæmundi fróða“.

Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og hvetjum krakka til að vera duglega að lesa og taka þátt í Sumarlestri Bókasafnsins sem hefst 21. maí og stendur til 3. sept.

Hér fyrir neðan er listi yfir þær bækur sem lentu í 4. – 10. sæti.

4. sæti Mamma klikk

5. sæti Skósveinabækurnar

6. sæti Kiddi klaufi Besta ballið

7. sæti Minecraft bækurnar

8. sæti Leyndarmál Lindu nr. 2

9. sæti Þín eigin goðsaga

10. sæti Risaeðlur í Reykjavík
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira