logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKMENNTIR VESTUR-ÍSLENDINGA

01.04.2016 10:00
Bókmenntir og sögur Vestur-Íslendinga verða í brennidepli í apríl.

Menningarstarf hefur skipað stóran sess í þjóðarsálinni, bæði hér heima og erlendis. Markmiðið er gjarnan að halda vörð um íslenska tungu, menningu og hefðir, öllum til fróðleiks og skemmtunar.

Fjölmargir Íslendingar settust að í Winnipeg og á Nýja Íslandi í Kanada á tímum vesturferða (1870-1930) og tókst því að halda úti verulegri bóka- og blaðaútgáfu. Þannig var móðurmálinu haldið við, fréttir fluttar, skipst á skoðunum og tengslin styrkt.

Sögulegar heimildir frá þessum tíma má finna í skrifum vestur-íslensku skáldanna, sem fjölluðu mörg hver um örlög og reynslu íslenskra innflytjenda og landnám í vesturheimi.

Nokkrir áhrifamestu rithöfundar Vestur-Íslendinga:

- Stephan G. Stephansson (1853-1927), var róttækur í skrifum og umdeildur af samtímamönnum

- Margrét J. Benedictsson (1866-1956), var kvenskörungur mikill sem barðist fyrir jafnrétti og leiddi baráttu fyrir kosningarétti kvenna

- Laura Goodman Salverson (1890-1970), varð fyrst til að skrifa á ensku um reynslu innflytjenda

- William D. Valgardson (1939), hefur skrifað bækur fyrir bæði börn og fullorðna, leikrit fyrir útvarp og sjónvarp, og einnig hafa nokkrar kvikmyndir verið gerðar eftir bókum hans sem sýndar hafa verið um allan heim

- David Arnason (1940) hefur skrifað fjölda bóka, starfar sem ritstjóri fyrir ýmsar útgáfur og kanadíska ríkisútvarpið, er bóka- og leikritagagnrýnandi, og kennir við íslensku- og enskudeild háskólans í Manitoba

- Kristjana Gunnars (1948), er verðlaunaskáld, rithöfundur, ritstjóri og þýðandi

Þess má geta að bókasafnið í Manitobaháskóla er með íslenskudeild innan safnsins en deildin er önnur stærsta í Norður-Ameríku.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira