logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Alheimurinn og börnin í 5. bekk.

22/03/2016
Bókasafnið bauð öllum 5. bekkingum í heimsókn í Bókasafnið 1. mars síðastliðinn til að hitta engan annan en Sævar Helga Bragason áhugamann um alheiminn og annan höfunda bókarinnar Vísindabók Villa: geimurinn og geimferðir. Það er skemmst frá því að segja að áhugi barnanna á geimferðum, sólum og svartholum var ósvikinn og spurningum rigndi yfir Sævar Helga og þar var ekki komið að tómum kofanum. Börnin voru til sóma og gaman að fá þau í heimsókn.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira