Sögustundir
Þremur elstu árgöngum í leikskólunum stendur til boða að koma í sögustund virka daga fyrir hádegi en bóka þarf tíma. Á fimmtudögum eru tveir tímar í boði og taka þarf fram við bókun hvort óskað er eftir sögustund kl. 9:20 og/eða kl. 10. Aðra daga eru sögustundir í boði frá kl. 9:30.
Hópastærð er yfirleitt á bilinu 8-10 börn en betra er að hafa hópinn ekki mjög fjölmennan svo börnin njóti heimsóknarinnar betur. Hér fyrir neðan er hægt að sjá hvaða dagar eru lausir og til að panta sögustund er hægt að senda póst á evadogg@mos.is eða hringja í síma 566 6822.
Það er von okkar að með þessum heimsóknum kynnist börnin safninu sínu og að það verði fastur liður að koma í heimsókn, bæði til fróðleiks og skemmtunar.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Sögustundir - haustönn 2024
Feitleitraða dagsetningar eru fimmtudagar. Á fimmtudögum eru tveir tímar í boði og þarf að taka fram við bókun hvort óskað er eftir sögustund kl. 9:20 og/eða 10.
Desember
3
Vinsamlegast athugið að heimsókn telst ekki bókuð fyrr en staðfestingarpóstur hefur borist frá bókasafni.