logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Börn

Barnastarf safnsins er fjölbreytt. Þar má til að mynda nefna mánaðarlegar sögustundir yfir vetrartímann, skipulagða dagskrá í vetrarleyfum grunnskólanna, upplestur rithöfunda á Bókmenntahlaðborði barnanna fyrir jólin og ritsmiðju í byrjun sumars. Yfir sumarmánuðina stendur safnið fyrir lestrarátaki, Sumarlestri, sem lýkur með uppskeruhátíð að hausti. Auk þess gefst börnum tækifæri til að að velja bestu barnabók ársins og taka þátt í bókatengdri getraun þar sem heppnir þátttakendur fá bókaverðlaun.

Bókasafnið býður einnig upp á sögustundir fyrir leikskólahópa og ýmis konar kynningar fyrir grunnskólanema.

Við reynum að koma til móts við þarfir sem flestra hvað varðar innkaup á safnefni. Meðal annars eru í boði ýmsir bókaflokkar fyrir unga lesendur. Keyptar eru nánast allar útgefnar barnabækur á íslensku, einnig hljóðbækur, kvikmyndir, tónlistardiskar og tímarit ýmis konar. Hér fyrir neðan er flipi með tímaritatitlum. Allt það nýjasta í safninu má sjá undir Nýtt.


  Aðstaða fyrir börn er tvískipt:
  Í barnahorni er efni fyrir yngstu börnin og aðstaða fyrir fullorðna að sitja með börnum. Þar má einnig nálgast lestrarþjálfunarbækur.

  Í barnadeild   
er efni og aðstaða fyrir stálpuð börn. Þar má finna bæði skáldsögur og fræðibækur, ásamt teiknimyndasögum og tímaritum á íslensku. Þar eru einnig lestrarþjálfunarbækur sem henta þeim sem eru komnir nokkuð af stað í lestri.

 

Lestrarþjálfunarbækur

Í barnahorni Bókasafnsins er að finna hillur með bókum fyrir byrjendur og aðeins lengra komna í lestri. Þar er úrval af skemmtilegum og örvandi bókum. Sem dæmi má nefna þessa bókaflokka:
  • Örbækur
  • Listin að lesa og skrifa
  • Lestrarbækur Auðbjargar
  • Smábók
  • Lesum lipurt

Einnig eru þar bækur um stafrófið og kennslubækur í lestri.

Í barnadeild safnsins eru einnig sérmerktar bækur sem nýst geta vel í lestrarþjálfun.

           Vi Unge                        


Þessi tímarit koma ekki lengur út en eigum síðustu tölublöðin.

  

Hvellur                  

   

Barnagetraun Bókasafnsins hefur fest sig tryggilega í sessi. Yfir vetrartímann er í hverjum mánuði boðið upp á getraun sem gestum býðst að spreyta sig á. Þátttökuseðlar liggja frammi í barnadeild og er einn heppinn vinningshafi verðlaunaður í hverjum mánuði.

 

Sumarlestur er lestrarátak safnsins yfir sumartímann. Markmiðið með lestrarátakinu er að hvetja börn til þess að lesa í sumarleyfinu og viðhalda þannig og auka við lestrarfærni sína. Skráning í Sumarlesturinn fer fram í byrjun sumars. Þátttakendum stendur til boða að fylla út bókaumsagnir fyrir þær bækur sem þeir lesa og skila í Bókasafnið. Heppnir þátttakendur eru verðlaunaðir vikulega á meðan á Sumarlestrinum stendur. Átakinu lýkur með uppskeruhátíð í lok sumars þar sem við gerum okkur glaðan dag og fögnum frábærum árangri þátttakenda. 

Allar nánari upplýsingar um Sumarlesturinn verða aðgengilegar á heimasíðu safnsins í byrjun sumars. 

 

Við  bjóðum alla hópa velkomna í Bókasafn Mosfellsbæjar. Almennar heimsóknir taka að jafnaði 30-40 mínútur en geta verið styttri eða lengri eftir samkomulagi.

Mikilvægt er að umsjónarmenn hópa hafi samband áður en komið er í safnið svo hægt sé að forðast árekstra við aðra hópa eða dagskrá í safninu.

Fatahengi fyrir gesti er inn af netkaffi safnsins.

Leikskólahópar:

  • Sögustundir: Frá hausti og fram á vor geta leikskólar pantað sögustundir í safninu. Þær eru í boði alla virka morgna. Hér má finna lista yfir þá daga sem eru í boði og hægt er að panta rafrænt. Leikskólar geta auk þess fengið lánað safnefni.

Grunnskólahópar:

  • Öllum nemendum í 3. og 4. bekk er boðið í safnkynningu.
  • Nemendur í 5. bekk koma í heimsókn á sérstaka rithöfundakynningu á vorönn.

Sögustundir: Yfir vetrartímann eru í boði mánaðarlegar sögustundir seinni hluta dags.

Vetrarleyfi grunnskólanna: Bókasafnið býður grunnskólanema sérstaklega velkomna með skemmtilegum viðburðum í vetrarleyfinu.

Bókmenntahlaðborð barnanna: Rithöfundar koma í heimsókn fyrir jól og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum.

Safnanótt: Bókasafnið er opið fram eftir kvöldi og ýmsar spennandi uppákomur fyrir börn í boði.

Ritsmiðja: Í byrjun sumars býðst krökkum á aldrinum 10-12 ára að taka þátt í ritsmiðju.

Sumarlestur: Yfir sumarmánuðina stendur Bókasafnið fyrir lestrarátaki sem lýkur með uppskeruhátíð.

Leiksýning: Í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, býður Bókasafnið elstu árgöngum í leikskólum bæjarins á leiksýningu.

 

Við hvetjum gesti til að fylgjast einnig með Facebook síðu Bókasafnsins með nýjustu upplýsingum um viðburði.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira