logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Bambaló í Bókasafni Mosfellsbæjar

08.11.2024 10:30
Notaleg samveru- og tónlistarstund fyrir yngstu krílin og foreldra þeirra í umsjón Sigrúnar Harðardóttur, fiðluleikara og tónlistarkennara. Í Bambaló lærum við skemmtileg lög, leiki og æfingar sem efla málþroska, hreyfigetu, taktskyn og tóneyra.
Bambaló er ekki síður frábær vettvangur fyrir foreldra til að kynnast öðrum foreldrum ungra barna.

Sigrún er einn stofnenda leikhópsins Miðnætti sem hlaut nafnbótina Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2022.

20 pláss eru í boði og skráning því nauðsynleg. Skráning fer fram með því að senda póst með upplýsingum um nafn þátttakanda á netfangið bokasafn@mos.is.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira