Bókaklúbbur ungmenna í Bókasafni Mosfellsbæjar
04.11.2024 17:00Bókaklúbbur ungmenna í Bókasafni Mosfellsbæjar hefur göngu sína 4. nóvember nk. kl. 17. Klúbburinn er opinn öllum á aldrinum 14-20 ára.
Við munum hittast einu sinni í mánuði til að byrja með en fyrsti hittingurinn verður sem fyrr segir mánudaginn 4. nóvember kl. 17 í bókasafninu. Á þessum fyrsta hittingi verður engin sérstök bók til umræðu heldur ætlum við að kynnast og ræða almennt um það sem við erum að lesa þessa dagana.
Bókaklúbburinn á að vera afslappað umhverfi til þess að kynnast öðrum lesendum á svipuðum aldri og spjalla um bækur og öllu því sem þeim viðkemur. Í bókaklúbbinum eru ekki lögð fyrir verkefni eða próf heldur er hann einungis hafður til skemmtunar. Ungmennin munu stjórna því sem verður lesið og hvernig hittingum bókaklúbbsins verður háttað.
Umsjón með klúbbnum hefur Ástrós Hind Rúnarsdóttir bókmenntafræðingur og þjónustufulltrúi í Bókasafni Mosfellsbæjar.