logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Viðburðir

Bókasafn Mosfellsbæjar býður upp á fjölda viðburða fyrir gesti safnsins.

Hundar sem hlusta í Bókasafni Mosfellsbæjar

23/11/24Hundar sem hlusta í Bókasafni Mosfellsbæjar
Bókasafn Mosfellsbæjar í samstarfi við félagið Vigdísi – Vini gæludýra á Íslandi, býður börnum að heimsækja safnið laugardaginn 23. nóvember og lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa.
Meira ...

Bambaló í Bókasafni Mosfellsbæjar

08/11/24Bambaló í Bókasafni Mosfellsbæjar
Notaleg samveru- og tónlistarstund fyrir yngstu krílin og foreldra þeirra í umsjón Sigrúnar Harðardóttur, fiðluleikara og tónlistarkennara. Í Bambaló lærum við skemmtileg lög, leiki og æfingar sem efla málþroska, hreyfigetu, taktskyn og tóneyra. Bambaló er ekki síður frábær vettvangur fyrir foreldra til að kynnast öðrum foreldrum ungra barna.
Meira ...

Bókaklúbbur ungmenna í Bókasafni Mosfellsbæjar

04/11/24Bókaklúbbur ungmenna í Bókasafni Mosfellsbæjar
Bókaklúbbur ungmenna í Bókasafni Mosfellsbæjar hefur göngu sína 4. nóvember nk. kl. 17. Klúbburinn er opinn öllum á aldrinum 14-20 ára.
Meira ...

Krakka Macramé - Regnbogar og lauf

25/10/24Krakka Macramé - Regnbogar og lauf
Í smiðjunni lærum við að gera lauf og regnboga með macramé hnýtingaraðferðinni. Þátttakendur fá að prufa sig áfram með efnið, fá kennslu í hnýtingum og leiðbeiningar um hvernig þeir vilja að verkið líti út að lokum. Smiðjan hentar krökkum á aldrinum 8-12 ára sem hafa áhuga á að skapa og vinna með höndunum. Handavinnukunnátta er ekki nauðsynleg. Takmörkuð pláss í boði og skráning því nauðsynleg.
Meira ...

Svakalega sögusmiðjan - Hrekkjavökusögur

24/10/24Svakalega sögusmiðjan - Hrekkjavökusögur
Finnst þér gaman að búa til sögur, skrifa og teikna? Langar þig að búa til spennandi, fyndna eða hrollvekjandi hrekkjavökusögu? Aldursviðmið: 9-12 ára. Takmörkuð pláss í boði og skráning því nauðsynleg.
Meira ...

Bangsasögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar

23/10/24Bangsasögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar
Í aðdraganda Alþjóðlega bangsadagsins lesum við saman tvær krúttlegar bangsasögur.
Meira ...

Amerískir draumar / American dreams ꟾ List án landamæra

19/10/24Amerískir draumar / American dreams ꟾ List án landamæra
Verið hjartanlega velkomin á sýningaropnun AMERÍSKIR DRAUMAR, 19. október milli kl 14-16. Samsýning myndlistarfólks sem fjalla öll á einn eða annan hátt um áhrif bandarískrar menningar á líf nútíma íslendinga. Sýningin stendur til 15. nóvember 2024
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira