logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja
08/01/21

Við hefjum nýtt sýningarár á sýningunni Tilverur eftir Sindra Ploder.

Sindri Ploder er rúmlega tvítugur listamaður, fæddur 1997. Hann hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur en þetta er fyrsta einkasýning hans.

Sindri hefur alltaf haft gaman að því að teikna en það var ekki fyrr en um 12 ára aldur sem teikningar hans fóru að taka á sig þá persónulegu mynd sem einkennir þær í dag. Hann hefur mestmegnis einbeitt sér að andlitsmyndum sem eru mjög auðþekkjanlegar, afar sérstakar og svipsterkar.

Nýverið hefur Sindri verið að gera tilraunir með tréskúlptúra þar sem hann útfærir andlitsformið í þrívídd. Hann hefur einnig unnið myndir í keramik, mósaík, tré og textíl. Hans helsti vettvangur er þó teikning með fínum tússpenna á pappír og eru flest listaverk hans unnin á þann hátt. Sindri eyðir mestu af frítíma sínum í að teikna og skapa, hvort sem er heima við eða annars staðar; aftan á reikninga, servíettur, plaköt eða bara á hvað sem er, þar sem hann finnur autt pláss.

Athugið að ekki verður haldið sérstök opnun vegna Covid-19. Grímuskylda er í Listasalnum.

Listasalurinn er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2. Gott hjólastólaaðgengi er að salnum.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira