logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Heldur myndlistarsýningu 85 ára gömul

09/02/2021
Steinunn Marteinsdóttir, Mosfellingur með meiru, heldur næstu sýningu í Listasal Mosfellsbæjar í tilefni 85 ára afmælis síns 18. febrúar. Hún hefur unnið að myndlist í marga áratugi og er einn helsti leirlistarmaður landsins. Steinunn hefur síðustu ár lagt stund á málun í vaxandi mæli.

Sýning Steinunnar í Listasal Mosfellsbæjar nefnist JÖKULL – JÖKULL og er þetta yfirlitssýning af jöklamyndum sem listakonan málaði á árunum 1986-2019. Jökullinn, ekki síst Snæfellsjökull, hefur lengi verið sterkt þema í verkum Steinunnar. Í sýningarskrá stendur að jökullinn sé Steinunni einskonar aflvaki og kjölfesta í listsköpun; tákn um þrá, ákall og markmið.

Fyrsti sýningardagur er föstudagurinn 12. febrúar og lýkur sýningunni 12. mars. Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar. Hann er opinn kl. 12-18 á virkum dögum og kl. 12-16 á laugardögum. Bent er á að ekki verður formleg opnun vegna Covid-19.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira