logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Í BRENNIDEPLI - DESEMBER

01/12/2015

„Trúarbrögð og lífsviðhorf“ verða í brennidepli okkar þennan mánuðinn og er þar stiklað á því helsta, en trúarbrögð heims skiptast ýmist í eingyðistrú, fjölgyðistrú eða trúleysi.

Kristni er ein elsta og fjölmennasta trú veraldar með um 2,1 milljarð manna og fylgir Íslam fast á eftir með 1,5 milljarð en þessi trúarbrögð, ásamt Gyðingdómi og Bahá‘í trú, eiga það sameiginlegt að vera eingyðistrúarbrögð.

Ásatrú er fjölgyðistrú eða heiðinn siður sem byggist á fornum trúarbrögðum norrænna manna, að tileinka sér umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir fornum menningararfi og náttúrunni. Ásatrú er algengust á Íslandi og í Norður Evrópu.

Ein elstu trúarbrögð heims eru Hindúismi sem byggir að mestu á algyðistrú og hinum fornu Veda-ritum (jóga, endurfæðing, hugleiðsla og neysla grænmetis). Til eru ýmis afbrigði Hindúisma og má þar telja Síkisma, sem er látlaus, ströng og persónuleg ástundun eingyðistrúar, og Jaínisma sem er algyðistrú þar sem endurholdgun og jafnrétti eru í fyrirrúmi (allir hlutir hafa sál sem er fjötruð í efninu og hefur myndast vegna karma).

Búddismi byggir á heimspekikenningum Siddharta Gautama (Búdda) sem miðast að því  öðlast uppljómun og á einnig uppruna sinn í Hindúisma.

Þjóðtrú er sterk bæði í Japan og Kína þar sem kínversk þjóðtrú byggir á tilbeiðslu forfeðra, náttúruanda, dreka og goða (Qui lífsorkan, Taóismi, speki Konfúsíusar o.fl.), en í Japan byggir hún á Shinto sem gengur út á hreinsun sálar, að öðlast innri frið og tengjast visku fortíðarinnar með tilbeiðslu og íhugun. 


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira