logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Í brennidepli: Hljóðbækur?

03/12/2018

Kannski svar bókaormsins við annríki.

Ertu að fara í ferðalag en átt erfitt með að lesa á ferð? Langar þig að klára bókina sem þú byrjaðir á en átt líka eftir að þrífa heimilið? Eða þarftu að velja milli þess að njóta hreyfingar og útvistar eða að lesa spennandi bók sem bíður? Þá er hljóðbók svarið.

Oft getur verið skemmtilegt fyrir fjölskylduna að hlusta saman á hljóðbók, jafnvel á meðan verið er að baka, skreyta eða pakka inn gjöfum. Þá eru Íslenskar þjóðsögur úr safni Jóns Árnasonar alltaf klassískar; ekki síst Álfa- og jólasögur. Upplesnar sígildar jólasögur og Upplesnar sígildar jólasögur á aðventunni eru klassískar jólasögur frá ýmsum löndum sem gefa einstaka stemningu í skammdeginu.

Góðar sögur ég mikils met,
mál er að tala núna.
Sannleikann ég sagt þér get,
en síður gefið trúna.

Einar Sigfússon.
1942 -

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira