logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fjölmenningarhátíð Mosfellsbæjar 2019

14/05/2019
Fjölmenningarhátíð var haldin í fyrsta skipti í Mosfellsbæ laugardaginn 11. maí síðastliðinn og var það sameiginlegt átak Rauða krossins í Mosfellsbæ og Bókasafns Mosfellsbæjar. Haraldur bæjarstjóri setti hátíðina með pompi og prakt og barnakór Varmársskóla söng einstaklega fallega undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar.

Íbúar af erlendum uppruna kynntu matarmenningu sína með glæsibrag og fengu gestir að smakka mat frá Úganda, Sýrlandi, Afganistan, Litháen og Kúrdistan. Kvennfélagið bauð upp á pönnukökur að Íslenskum sið og voru með blómaafleggjara á kostakjörum. Tvær efnilegar úr Leikfélagi Mosfellsbæjar buðu upp á andlitsmálun börnunum til mikillar gleði og ánægju. Ungmennahúsið Mosinn lét sitt ekki eftir liggja og voru þau með Pop-up ungmennahús, Bókasafn Mosfellsbæjar bauð upp á kaffi, te og gosvatn og Rauði krossinn var með barnafatamarkað og kynningu á sinni starfsemi.

Þátttaka og aðsókn fór framar björtustu vonum og vilja aðstandendur þakka öllum þeim er lögðu hönd á plóginn við að gera hátíðina sem glæsilegasta.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira