logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Origami-smiðja í Bókasafninu

07/07/2021
Í gær fór fram stórskemmtileg og einstaklega vel heppnuð Origami-smiðja í Bókasafninu. Smiðjustjóri var Guðrún Helga Halldórsdóttir, formaður íslensk japanska félagsins og með henni í för voru tveir sjálfboðaliðar frá japanska sendiráðinu á Íslandi. Fiskabúrið, salur safnsins, var fljótt að fyllast af hinum ýmsu dýrum og hlutum úr pappír; hundum, fuglum, froskum, stjörnum og hljóðfærum svo eitthvað sé nefnt.

Arigato gozaimasu!
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira