logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Listasalur Mosfellsbæjar - HUGARRÓ

30/05/2016
Laugardaginn 28. maí var opnuð ný sýning í Listasal Mosfellsbæjar, HUGARRÓ. Þar sýna Sólborg Matthíasdóttir og Sigríður R. Kristjánsdóttir ljósmyndir. Þær eru báðar fæddar árið 1975; Sólborg er ljósmyndari en Sigríður kvikmyndagerðarkona og hefur safnað heimildum m.a. ljósmyndum um það sem gerist í kringum hana.

Á sýningunni beita listakonurnar ólíkum aðgerðum til að tjá raunveruleikann en eru í raun að lýsa sömu tilfinningum; leið þeirra beggja liggur á sama áfangastaðinn ... Hugarró.

Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnins og henni lýkur 18. júní.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira