logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

16/01/2015
Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015, var ákveðið að velja „konu mánaðarins“ allt árið.

Tekin verða saman til kynningar í stuttu máli og myndum helstu atriði um líf og störf hverrar konu og sett á heimasíðu Bókasafnsins og á veggspjald.

Veggspjaldið verður til sýnis í Bókasafninu ásamt fáeinum munum.

Allt eru þetta merkiskonur og tengjast Mosfellssveit á einn eða annan hátt.

Til að kynna verkefnið og fyrsta veggspjaldið var starfskonum Mosfellsbæjar í Kjarna boðið í kaffi og tertu í Bókasafninu.

Kona janúarmánaðar er Ólafía Jóhannsdóttir. Um hana má lesa á heimasíðu Bókasafnsins.

Myndin er af tertunni góðu.

Þetta er samstarfsverkefni Bókasafns og Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar.


Hér er hægt að finna heimildarþátt um ævi og störf Ólafíu Jóhannsdóttir sem var á dagskrá Rásar 1 þann 3. janúar 2015

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira