logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

10 manna fjöldatakmörk

25/03/2021

Kæru gestir

Vegna nýrra tilskipana um sóttvarnir takmarkast fjöldi í Bókasafni Mosfellsbæjar við 10 manns frá og með 25. mars og gildir þetta um einstaklinga fædda árið 2014 eða fyrr.
Gestir eru hvattir til að sinna erindum sínum hratt og skilmerkilega svo fleiri komist að.
Lessvæði er lokað og viðburðum hefur verið frestað.

Við minnum á að hægt er að panta safngögn á leitir.is  og sækja við inngang safnsins.
Þú finnur bókina, tímaritið, bíómyndina eða annað og tekur frá á leitir.is, sjá leiðbeiningar: bokmos.is/thjonusta/fratekt-pontun-/
Við hvetjum notendur til að panta á leitir.is, en sjálfsagt er að hringja í síma 566 6822 eða senda tölvupóst á bokasafn@mos.is og fá aðstoð.

Við sendum þér sms þegar safngögnin eru tilbúin og þau bíða þín í merktum poka við inngang safnsins milli 10:00 og 18:00.
Athugið að þjónustan er eingöngu á í boði á virkum dögum.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira