logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vinningshafinn í desembergetrauninni

22/01/2016
Það var hin níu ára Bergdís Heba sem var vinningshafinn í desembergetraun Bókasafnsins og fékk í verðlaun nýjustu bók Gerðar Kristnýjar, Dúkka. Bergdís Heba notar Bókasafnið mikið og finnst gaman að lesa. Uppáhaldshöfundurinn hennar er Guðrún Helgadóttir en þessa stundina hefur hún verið dugleg að lesa bækurnar um Emil og Skunda og Kidda klaufa. Bergdísi Hebu er margt til lista lagt og hún hefur til dæmis mjög gaman af því að smíða eins og afar hennar sem báðir eru smiðir. Hver veit nema Bergdís Heba gerist ritsmiður í framtíðinni og fari að skrifa bækur?
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira